Ferðir

Október 2012

Nemendur í FNV tóku á móti nemendum úr samstarfsskólum sínum. Gestanemendur frá Finnlandi, Ungverjalandi, Slóvakíu og Tyrklandi gistu á heimilum gestgjafa sinna úr FNV og kynntust þannig landi og þjóð auk þess að taka þátt í ýmsum viðburðum á vegum skólans. Bæði gesgjafar og gestir kynntu verkefnavinnu sína á málþingi sem haldið var í FNV og var þar hægt að hlýða á faglega og fróðlega fyrirlestra.

Janúar 2013

Hluti nemenda ásamt náttúruræðikennurum þeim Nínu Þóru Rafnsdóttur og Helga Páli Jónssyni, heimsóttu gestgjafa sína í Loviisa í Finnlandi í janúar. Nemendur FNV gistu á heimilum gestgjafa, tóku þátt í skólastarfi, heimsóttu söfn og kjarnorkuver og kynntu verkefni sín á málþingi o.fl.

Nemendahópurinn sem heimsótti Finnland:

 • Erna Ósk Björgvinsdóttir
 • Daníel Þórarinsson
 • Hafþór Aron Tómasson
 • Jóna Kristín Vagnsdóttir
 • Karen Helga R Steinsdóttir
 • Karen Jónsdóttir
 • Ólöf Elísabet Ólafsdóttir

Apríl 2013

Annar hluti nemendahópsins mun síðan heimsækja gestgjafa sína í Tyrklandi þann 12. apríl næstkomandi og verða undir fararstjórn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara og Steinunnar Hjartardóttur efnafræðikennara.

Nemendahópurinn sem heimsækir Tyrkland:

 • Árni Sigurðsson
 • Björg Eva Steinþórsdóttir
 • Harpa Lind Einarsdóttir
 • Hildur Albertsdóttir
 • Sigurður Páll Stefánsson
 • Þórdís Þórarinsdóttir
Auglýsingar